Svandís ekki með veiruna

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er ekki með kórónuveiruna. Þetta staðfestir hún í samtali við mbl.is.

Svandís og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mættu hvorug á ríkisstjórnarfund í gær vegna veikinda og í kjölfarið fóru þær báðar í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Þær hafa nú báðar fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatökunni.

Í samtali við mbl.is segir Svandís að hún sé sennilega með hefðbundna flensu en hafi það betra  í dag en í gær. Hún muni sinna störfum heiman frá næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert