Svandís ekki með veiruna

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra er ekki með kór­ónu­veiruna. Þetta staðfest­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Svandís og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra mættu hvor­ug á rík­is­stjórn­ar­fund í gær vegna veik­inda og í kjöl­farið fóru þær báðar í sýna­töku vegna kór­ónu­veirunn­ar. Þær hafa nú báðar fengið nei­kvæða niður­stöðu úr sýna­tök­unni.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Svandís að hún sé senni­lega með hefðbundna flensu en hafi það betra  í dag en í gær. Hún muni sinna störf­um heim­an frá næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert