Borgarlína leysir ekki vanda

Hugmynd að stoppistöð borgarlínunnar.
Hugmynd að stoppistöð borgarlínunnar.

Rísi ný byggð í grennd við Keldur, líkt og gert er ráð fyrir, mun 1. áfangi Borgarlínu sáralitlu breyta um umferðarþungann í Ártúnsbrekku.

Hún gæti fækkað ferðum um 400 bíla á sólarhring, en gera má ráð fyrir að þar fari um 110.000 bílar á sólarhring árið 2025 að óbreyttu og umferðartafir verði svipaðar og 2019. Hins vegar myndi 1. áfangi Sundabrautar geta breytt þar töluverðu.

Þetta kemur fram í greiningu sem Þórarinn Hjaltason umferðarverkfræðingur hefur gert og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Í greiningunni er stuðst við umferðarspár sem gerðar hafa verið með umferðarlíkani fyrir höfuðborgarsvæðið og þess sérstaklega gætt að vanmeta ekki áhrif Borgarlínu. Miðað var við að 2.000 íbúðir væru fullbyggðar og 5.000 manns flutt inn í þær árið 2025, auk um 10.000 m² atvinnuhúsnæðis. Lauslega áætlað myndi umferðarsköpun hverfisins nema um 20 þúsund bílum á sólarhring, en um þriðjungur hennar myndi fara um Ártúnsbrekku þar til Sundabrautar nýtur við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert