Khedr-fjölskyldan fær dvalarleyfi

Hluti Khedr-fjölskyldunnar, sem senda átti úr landi.
Hluti Khedr-fjölskyldunnar, sem senda átti úr landi. Ljósmynd/Sema Erla Serdar

Egypska Khedr-fjöl­skyld­an hef­ur fengið dval­ar­leyfi á grund­velli mannúðarsjón­ar­miða.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­manni fjöl­skyld­unn­ar.

Í henni seg­ir að kær­u­nefnd út­lend­inga­mála fall­ist á sjón­ar­mið fjöl­skyld­unn­ar um end­urupp­töku.

Átti að fara úr landi 16. sept­em­ber

Stoðdeild rík­is­lög­reglu­stjóra ósk­aði á mánu­dag eft­ir upp­lýs­ing­um um ferðir for­eldr­anna beggja og fjög­urra barna þeirra.

Til stóð að deild­in myndi fylgja fjöl­skyld­unni úr landi þann 16. sept­em­ber, eft­ir úr­sk­urð Útlend­inga­stofn­un­ar um frá­vís­un frá Íslandi.

Fjöl­skyld­an var ekki á fyr­ir­framákveðnum stað þar stoðdeild hugðist fylgja henni úr landi, og hef­ur brott­vís­un henn­ar verið mikið mót­mælt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert