Veiran hefur áhrif á starfsemi í skurðlækningaþjónustu

Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur verið virkjuð vegna faraldursins og …
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur verið virkjuð vegna faraldursins og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd funda daglega. Ljósmynd/Landspítali

Ljóst er að ein­angr­un og sótt­kví starfs­manna Land­spít­al­ans vegna Covid-19 hef­ur haft áhrif á starf­semi í skurðlækn­ingaþjón­ustu og hef­ur aðgerðum verið frestað vegna þessa. Aðgerðum er for­gangsraðað þannig að all­ar brýn­ar aðgerðir eru fram­kvæmd­ar, s.s. krabba­meinsaðgerðir og aðrar sem ekki þola bið.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá viðbragðsstjórn og far­sótta­nefnd Land­spít­al­ans. 

Eins og fram hef­ur komið, er Land­spít­ali á hættu­stigi vegna far­ald­urs­ins og því var viðbragðsáætl­un spít­al­ans vegna far­sótta virkjuð. Viðbragðsstjórn og far­sótta­nefnd funda dag­lega vegna máls­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert