Fæddist í bílasal slökkviliðsins

Móður og barni heilsast vel eftir þessa óvenjulegu fæðingu.
Móður og barni heilsast vel eftir þessa óvenjulegu fæðingu. Ljósmynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Foreldrar á leið á fæðingardeildina, sem sáu fram á að ná ekki þangað í tæka tíð, voru í sambandi við ljósmóður sem ráðlagði þeim að stoppa á slökkvistöðinni í Skógarhlíð.  

Ljósmóðir gerði Neyðarlínu og slökkviliði viðvart um komu þeirra og tóku slökkviliðsmenn á móti þeim í bílasal slökkviliðsins, að því er kemur fram á facebooksíðu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Þar var móðir aðstoðuð úr heimilisbílnum og í sjúkrabörur. Hlutirnir gerðust hratt eftir það í sjúkrabílnum því tveimur mínútum síðar fæddist stúlka í bílnum inni á slökkvistöðinni á slaginu 20.00.  

Móður og barni heilsast vel og var fjölskyldan síðan flutt á fæðingardeildina og heimilisbílinn ferjaður með.

Síðasti sólarhringur var annars mjög annasamur og voru farnir 112 sjúkraflutningar, þar af 25 neyðarflutningar, 12 Covid-flutningar og útköll á dælubíla voru tvö. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert