„Sjálfstæðisflokkurinn, blessuð sé minning hans“

Sigmundur Davíð flytur ávarpið en notast var við fjarfundarbúnað til …
Sigmundur Davíð flytur ávarpið en notast var við fjarfundarbúnað til að koma því áleiðis til flokksmanna. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, fór hörðum orðum um rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar, í setn­ing­ar­ræðu flokks­ráðsfund­ar Miðflokks­ins í dag, og sagði rík­is­stjórn­inni stýrt af kerf­inu, hún stjórni því ekki. Hann sagði að „báknið“ hafi blásið út sem aldrei fyrr en að þjón­usta við al­menn­ing hafi ekki batnað.

Sagði hann Miðflokk­inn ætla að taka á þeim hindr­un­um sem kerfið setji fyr­ir al­menn­ing. Hann sagði Vinstri græn og Sam­fylk­ingu hafa skipt um hlut­verk á hinum póli­tíska ás og hafa gleymt sín­um gömlu gild­um í leiðinni. Um Sjálf­stæðis­flokk sagði Sig­mund­ur: „Blessuð sé minn­ing hans.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins. mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir

„Heims­far­ald­ur­inn sem við stönd­um frammi fyr­ir hef­ur haft al­veg gríðarleg áhrif, ekki bara heilsu­fars­leg og efna­hags­leg held­ur líka sam­fé­lags­leg,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins í upp­hafi ræðu sinn­ar. Mörg þau póli­tísku mál sem stjórn­völd hafi staðið frammi fyr­ir áður en að far­ald­ur­inn hófst hafi legið í dvala. Þau þoli mörg hver enga bið.

Sig­mund­ur tók dæmi um sam­göngu­mál, um­hverf­is­mál, mál­efni eldri borg­ara og skýrslu rík­is­lög­reglu­stjóra um aukn­ingu skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi. Hann sagði að rík­is­stjórn hafi ekki sýnt vilja til þess að taka á þess­um mála­flokk­um og út­skýrði síðan af hverju svo væri.

Rík­is­stjórn­in mynduð um ráðherra­stóla

„Til að skýra það verð ég aðeins að ræða eðli rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það er óhjá­kvæmi­legt að ræða rík­is­stjórn­ina og flokk­ana sem mynda hana til að við átt­um okk­ur bet­ur á því hvar við stönd­um, hvers vegna staðan er þessi og hvers kunni að vera að vænta í fram­hald­inu,“ sagði Sig­mund­ur.

„Rík­is­stjórn­in er mynduð um ráðherra­stóla, fyrst og fremst. Að skipta þeim milli flokk­anna. Ráðherr­ar flokk­anna meira að segja lýstu því yfir að þetta væri ekki stjórn sem ætti að snú­ast um stór póli­tísk mark­mið held­ur það sem þau kölluðu stöðug­leika.“

Formaður Miðflokksins við setningu flokksráðsfundar í dag.
Formaður Miðflokks­ins við setn­ingu flokks­ráðsfund­ar í dag. mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir

Sam­fylk­ing og VG hafi skipt um hlut­verk

„Hver er af­leiðing­in? Af­leiðing­in er auðvitað sú að kerfið stjórn­ar og vald þess hef­ur aldrei verið meira en nú. Fram­sókn­ar­menn ráða hins veg­ar bara fram­sókn­ar­menn inn í kerfið.“

„VG og Sam­fylk­ing virðast vera búin að skipt­ast á hlut­verk­um. VG er að verða kerf­is­flokk­ur­inn, nokk­urs kon­ar tekn­ó­krat­ar, á meðan Sam­fylk­ing­in minn­ir sí­fellt meira á bylt­ing­arsinnaða sósí­al­ista.

En það versta við þessi hlut­verka­skipti flokk­anna er, að þar gleymd­ust bæði gömlu góðu alþýðubanda­lags­menn­irn­ir, sem lögðu áherslu á at­vinnu­sköp­un og kjara­bæt­ur verka­fólks, og gömlu góðu sam­fé­lags­sinnuðu krat­arn­ir, sem vissu að vel­ferðarsam­fé­lagið þyrfti að byggja á borg­ara­leg­um gild­um. Þess­ir hóp­ar þess­ara flokka hafa al­gjör­lega týnst.“

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks segj­ast þurfa að kyngja velgj­unni

„Svo er það Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn. Blessuð sé minn­ing hans.“

„Nokkr­ir þing­menn flokks­ins hafa orðað það nokk­urn veg­inn þannig að þeir fái velgju og jafn­vel upp­köst yfir ýms­um mál­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en þurfi bara að kyngja.“  

Fundargestir tóku þátt með fjarfundarbúnaði og var ræðu Sigmundar sjónvarpað …
Fund­ar­gest­ir tóku þátt með fjar­fund­ar­búnaði og var ræðu Sig­mund­ar sjón­varpað í beinni á vefsíðu Miðflokks­ins. mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir

Ekki hlustað á minni­hlut­ann

Sig­mund­ur sagði einnig að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir hefðu tekið sam­eig­in­lega ákvörðun um það að fella all­ar þær úr­bóta­til­lög­ur sem koma frá minni­hlut­an­um og sagði að það gangi í ber­högg við þau orð stjórn­arsátt­mál­ans sem kveði á um efl­ingu Alþing­is. Rík­is­stjórn­in hafi verið efld með sí­felld­um ráðning­um nýrra aðstoðarmanna og starfs­manna en Alþingi hafi setið á hak­an­um.

„Frá upp­hafi far­ald­urs­ins höf­um við í Miðflokkn­um lagt fram okk­ar til­lög­ur, okk­ar lausn­ir. Lausn­ir sem eiga það sam­eig­in­legt að vera ein­fald­ar og víðfeðmar. Meðal þess­ara stór­tæku og al­mennu aðgerða eru lækk­un trygg­inga­gjalds, sem er í raun bara skatt­ur á að ráða fólk í vinnu, og af­skap­lega nei­kvæður skatt­ur, sér­stak­lega við nú­ver­andi aðstæður. Við höf­um líka lagt fram til­lög­ur um hvernig hægt sé að gera skatt­kerfið meira hvetj­andi.“

Lík­legt að lífs­kjara­samn­ing­ur­inn verði felld­ur

Þá sagði Sig­mund­ur að lík­ur séu á að lífs­kjara­samn­ingn­um verði sagt upp. „Sama dag og þing kem­ur aft­ur sam­an, 1. októ­ber eru veru­leg­ar lík­ur á að kjara­samn­ing­um verði sagt upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert