Skömmu eftir miðnætti varð jarðskjálfti af stærðinni 4,8 í austanverðri Bárðarbungu. Nokkrir minni eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu, sá stærsti 2,0 að stærð.
Síðast urðu skjálftar af þessari stærðargráðu í Bárðarbungu í apríl og janúar á þessu ári sem voru einnig 4,8 að stærð.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu skjálftanum en enginn gosórói er á svæðinu, að því er kemur fram í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.