Einn í öndunarvél og fjórir alls á spítala

Einn er í öndunarvél á gjörgæslu og fjórir alls á …
Einn er í öndunarvél á gjörgæslu og fjórir alls á spítala. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Einstaklingur á sextugsaldri er nú í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans vegna kórónuveirunnar og fjórir alls á sjúkrahúsi. Í gær lágu tveir á sjúkrahúsi og fjölgar þeim því um tvo milli daga.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, staðfestir þetta við mbl.is.

Mátti búast við þessu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að við þessu hafi mátt búast. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við máttum búast við þó svo að allir voni að ekki komi til þessa. Líkt og við sáum í upphafi faraldurs þá koma alvarlegustu veikindin fram svona 1 til 2 vikum eftir að viðkomandi finnur fyrst fyrir einkennum."

Þórólfur Guðnason.
Þórólfur Guðnason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spurður að því hvort þetta sé eitthvað sem muni færast í aukana á næstu dögum vegna þess fjölda smita sem upp hefur komið á síðustu dögum segir Þórólfur svo sannarlega vona að svo verði ekki. Hins vegar sé erfitt að spá beinlínis fyrir um slíkt. 

Þórólfur sagði að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um herðingu eða losun aðgerða og segir hann að það ráðist á næstunni.

Nú eru alls 435 í einangrun hér á landi og 1.780 í sóttkví. Í fyrradag greindust 38 kórónuveirusmit innanlands og er nýgengi smita hér á landi það hæsta á Norðurlöndunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert