„Það má ekki vera eitthvað crazy business“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Heimir Már Pétursson, þáttastjórnandi Víglínunnar á Stöð 2, gantaðist með að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, væru um margt sammála í þætti kvöldsins. Hins vegar fór að halla undan fæti þegar líða tók á þáttinn og stjórnarskrárbreytingar og Evrópumál voru rædd.

Þorgerði var tíðrætt um þær kerfisbreytingar sem gera þyrfti hér á landi og lögfesta með nýjum og breyttum stjórnarskrárákvæðum. Í því skyni nefndi hún auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar sem hún sagði gallað.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fomaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fomaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ósammála um áherslur

Sigmundur Davíð sagðist þá alveg geta verið sammála Þorgerði um að kerfisbreytingar þyrfti að gera hér á landi en var ekki sammála um þær tillögur sem Þorgerður kom með.

„Það má ekki vera eitthvað crazy business eins og að taka upp evru og ganga í Evrópusambandið,“ sagði Sigmundur.

Þau voru þó sammála um að breyta þyrfti fiskveiðistjórnunarkerfinu og auðlindaákvæðum stjórnarskrár á þá leið að ágóði verðmætasköpunar íslensk sjávarútvegs ætti að skila sér betur til þeirra byggðalaga þar sem verðmætasköpunin fer fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert