Leiguverð hækkað mun minna en íbúðaverð

Leiguverð hefur hækkað mun minna undanfarna mánuði en kaupverð íbúða …
Leiguverð hefur hækkað mun minna undanfarna mánuði en kaupverð íbúða í fjölbýli. Rekja má það til mikils fjölda íbúða sem kom á markaðinn sem áður hafði verið í leigu til ferðamanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Leigu­verð á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur und­an­farið hækkað mun minna en kaup­verð íbúða í fjöl­býl­is­húsi. Mæld­ist hækk­un leigu­verðs 0,2% milli júlí og ág­úst, en kaup­verð fjöl­býl­is hækkaði um 0,7% á sama tíma.

Svipað er upp á ten­ingn­um þegar 12 mánaða hækk­un er skoðuð í sömu flokk­um. Þar hef­ur leigu­verð hækkað um 1,4%, en hækk­un íbúðaverðs er 5,2% og hef­ur 12 mánaða hækk­un íbúðaverðs mælst ofar hækk­un leigu­verðs síðan í mars. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í Hag­sjá Lands­bank­ans.

Í Hag­sjánni er bent á að þriðjungi fleiri leigu­samn­ing­um hafi verið þing­lýst í júní til ág­úst en á sama tíma árið á und­an. Tel­ur bank­inn að mik­il fjölg­un á nýj­um leigu­samn­ing­um sam­hliða því að hægt hafi á verðhækk­un­um leigu­verðs bendi til þess að fram­boð leigu­hús­næðis hafi auk­ist meira en sem nem­ur aukn­ingu í eft­ir­spurn.

Seg­ir bank­inn lík­leg­ustu skýr­ing­una á þess­um svipt­ing­um vera að fram­boðið hafi auk­ist hlut­falls­lega mjög hratt á skömm­um tíma þegar ferðamönn­um fór að fækka og íbúðir sem nýtt­ar voru í út­leigu til ferðamanna hafi farið í út­leigu. Þannig bend­ir bank­inn á að 3.500 íbúðir hafi verið skráðar á Airbnb þegar ferðamanna­straum­ur­inn hafi verið sem þyngst­ur. Í sum­ar hafi fjöld­inn hins veg­ar verið um 1.600.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert