Leiguverð hækkað mun minna en íbúðaverð

Leiguverð hefur hækkað mun minna undanfarna mánuði en kaupverð íbúða …
Leiguverð hefur hækkað mun minna undanfarna mánuði en kaupverð íbúða í fjölbýli. Rekja má það til mikils fjölda íbúða sem kom á markaðinn sem áður hafði verið í leigu til ferðamanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarið hækkað mun minna en kaupverð íbúða í fjölbýlishúsi. Mældist hækkun leiguverðs 0,2% milli júlí og ágúst, en kaupverð fjölbýlis hækkaði um 0,7% á sama tíma.

Svipað er upp á teningnum þegar 12 mánaða hækkun er skoðuð í sömu flokkum. Þar hefur leiguverð hækkað um 1,4%, en hækkun íbúðaverðs er 5,2% og hefur 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælst ofar hækkun leiguverðs síðan í mars. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Hagsjá Landsbankans.

Í Hagsjánni er bent á að þriðjungi fleiri leigusamningum hafi verið þinglýst í júní til ágúst en á sama tíma árið á undan. Telur bankinn að mikil fjölgun á nýjum leigusamningum samhliða því að hægt hafi á verðhækkunum leiguverðs bendi til þess að framboð leiguhúsnæðis hafi aukist meira en sem nemur aukningu í eftirspurn.

Segir bankinn líklegustu skýringuna á þessum sviptingum vera að framboðið hafi aukist hlutfallslega mjög hratt á skömmum tíma þegar ferðamönnum fór að fækka og íbúðir sem nýttar voru í útleigu til ferðamanna hafi farið í útleigu. Þannig bendir bankinn á að 3.500 íbúðir hafi verið skráðar á Airbnb þegar ferðamannastraumurinn hafi verið sem þyngstur. Í sumar hafi fjöldinn hins vegar verið um 1.600.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert