Öllum starfsmönnum Isavia í Eyjum sagt upp

Aðflugið til Eyja. Brautin og bærinn beint framundan.
Aðflugið til Eyja. Brautin og bærinn beint framundan. mbl.is/Sigurður Bogi

Isavia hefur sagt upp öllum þremur starfsmönnum flugvallarins í Vestmannaeyjum. Eyjar.net greindu fyrst frá en Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Uppsagnirnar má rekja til þess að flugfélagið Ernir hætti flugi milli lands og Eyja, en með því lagðist áætlunarflug á Vestmannaeyjaflugvelli af. „Að óbreyttu blasir við að þjónustutími er of langur og mönnun of mikil með tilliti til rekstrarlegs grundvallar. Við vonum að ástandið sé tímabundið en eins og staðan er núna þurfum við að ráðast í þessar aðgerðir,“ segir Guðjón.

Flugvél Ernis á flugvellinum í Eyjum. Helgafellið í baksýn. Ernir …
Flugvél Ernis á flugvellinum í Eyjum. Helgafellið í baksýn. Ernir hættu Eyjaflugi nýlega. mbl.is/Sigurður Bogi

Flugvöllurinn þjónar þó áfram kennsluflugi, sjúkraflugi og einkaflugi og ljóst að þörf er á einhverjum starfskröftum. „Nú tekur við vinna við að greina starfsemi flugvallarins í samstarfi við starfsmennina,“ segir Guðjón, en umræddir starfsmenn eiga á bilinu þriggja til sex mánaða uppsagnarfrest. Öllum starfsmönnum verði boðið skert starfshlutfall á vellinum.

Guðjón segist þó ekki geta svarað hversu hátt starfshlutfallið verði; það ráðist af greiningarvinnunni sem ráðast þarf í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert