Ekki fallist á sjónarmið um kynfæralimlestingar

Dvalarleyfið var veitt vegna seinagangs.
Dvalarleyfið var veitt vegna seinagangs. mbl.is/Árni Sæberg

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála féllst ekki á nýj­ar máls­ástæður egypsku fjöl­skyld­unn­ar varðandi kyn­færalim­lest­ing­ar, að því er má lesa af úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um.

Er niðurstaða nefnd­ar­inn­ar sú að hinar nýju máls­ástæður um áhættu fjöl­skyldumeðlims á kyn­færalim­lest­ing­um leiði ekki til þess að hún telj­ist hafa ástæðurík­an ótta við of­sókn­ir sam­kvæmt 1. mgr. 37. gr. laga um út­lend­inga. 

Talið óljóst hvort fjöl­skyld­an viti af máls­ástæðunni

Er einnig mat kær­u­nefnd­ar­inn­ar að ekk­ert í mála­til­búnaði eða framb­urði kær­enda og barna þeirra eða í öðrum gögn­um máls­ins hafi gefið til­efni til þess að stjórn­völd rann­sökuðu að eig­in frum­kvæði áhættu á kyn­færalim­lest­ing­um.

Var vikið að aðstæðum fjöl­skyld­unn­ar í heima­land­inu í því sam­hengi og tekið fram að óljóst væri hvort kær­end­ur vissu af því að máls­ástæðan væri nú höfð uppi. Lögmaður fjöl­skyld­unn­ar hafi sent nefnd­inni bréf 24. sept­em­ber 2020 þar sem kom fram að hann og kær­end­ur hefðu ekki rætt kyn­færalim­lest­ingu.

Dval­ar­leyfi var veitt þar sem litið var svo á að niðurstaða hefði fyrst komið í málið nú, en ekki þegar kær­u­nefnd­in staðfesti ákvörðun Útlend­inga­stofn­un­ar 24. sept­em­ber síðastliðinn. Því hefði tekið 2 ár að fá niður­stöðu í málið með til­komu nýrra máls­ástæðna um hættu á kyn­færalim­lest­ing­um, þar sem föl­skyld­an sótti fyrst um dval­ar­leyfi í ág­úst 2018.

Sam­kvæmt 74. gr. út­lend­ingalaga er heim­ilt að veita út­lend­ingi alþjóðlega vernd hafi hann ekki fengið niður­stöðu í máli sínu á stjórn­sýslu­stigi inn­an 18 mánaða eft­ir að um­sókn­in barst fyrst. Frest­ur­inn er 16 mánuðir í mál­um ein­stak­linga und­ir 18 ára, sam­kvæmt reglu­gerðar­á­kvæði sem tekið var til greina í mál­inu. Á grund­velli þess var því ein­um fjöl­skyldumeðlimi, sem nýju máls­ástæðurn­ar vörðuðu, veitt dval­ar­leyfi á grund­velli reglu­gerðar­á­kvæðis­ins, og fjöl­skyld­unni í kjöl­farið vegna meg­in­reglu um ein­ingu fjöl­skyld­unn­ar. 

Var litið svo á að nýtt reglu­gerðar­á­kvæði ætti við í mál­inu, sem kveður á um heim­ild til vernd­ar, hafi ekki niðurstaða feng­ist inn­an 16 mánaða í máli þess sem er und­ir 18 ára.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka