Allir nemendur í MR í fjarkennslu

Kennsla í Menntaskólanum í Reykjavík fer nú aðeins fram í …
Kennsla í Menntaskólanum í Reykjavík fer nú aðeins fram í fjarnámi. mbl.is/Styrmir Kári

„Við höf­um verið mjög hepp­in til þessa og þetta er fyrsta smitið sem kem­ur upp hjá okk­ur. Þetta var því svo­lítið áfall,“ seg­ir Elísa­bet Siemsen, rektor Mennta­skól­ans í Reykja­vík.

Kenn­ari í skól­an­um greind­ist smitaður af kór­ónu­veirunni á mánu­dags­kvöld. Í kjöl­farið voru átta starfs­menn og 23 nem­end­ur sett­ir í sótt­kví. Af þess­um sök­um fer öll kennsla í MR fram í fjar­námi út vik­una.

Elísabet Siemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík.
Elísa­bet Siemsen, rektor Mennta­skól­ans í Reykja­vík. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Nem­end­ur í MR hafa verið til helm­inga í staðkennslu og fjar­námi það sem af er skóla­ári. Elísa­bet seg­ir að sú ákvörðun að öll kennsla yrði í fjar­námi út vik­una hafi verið tek­in vegna þess að starfs­fólk var komið í sótt­kví. „Það hefði orðið mikið af glopp­um í kennslu og mér fannst þetta ekki ganga vel upp.“

Gangi allt að ósk­um verða bæði kenn­ar­ar og nem­end­ur laus­ir úr sótt­kví í viku­lok­in og kennsla get­ur haf­ist aft­ur með fyrri hætti á mánu­dag. „Það hafa all­ir staðið sig mjög vel í sótt­vörn­um og við von­umst til að þetta muni ganga vel. En það verður áfram kennt bæði í fjar­kennslu og staðkennslu enn um sinn.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert