Sigríður Á. Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi dómsmálaráðherra og núverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, mun klukkan 13:00 ræða við Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar. Hægt verður að fylgjast með umræðunum í beinni útsendingu hér að neðan.
Í kynningu segir að um sé að ræða að minnsta kosti tvær spurningar á 20 mínútum, en sjónum verður annars vegar beint að því hvernig Svíþjóð beitir sóttkví og hins vegar af hverju landamæri Svíþjóðar séu opin.
Tvær spurningar á tuttugu mínútum: Anders Tegnell sóttvarnalæknirFundinum þurfti að fresta af óviðráðanlegum ástæðum um tvær klst. Hann hefst hér á síðunni kl. 13. Svíþjóð hefur farið nokkuð aðra leið en flest önnur lönd í viðbrögðum við Covid19. Ísland hefur að mörgu leyti fetað í sömu spor, að minnsta kosti framan af. Þessa dagana hefur Svíþjóð haldið sínu striki en Ísland hins vegar að sumu leyti hert nokkuð á sóttvarnaaðgerðum. Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar ætlar að segja mér fréttir frá Svíþjóð og svara a.m.k. tveimur spurningum sem brenna á mér þessa dagana.
Posted by Sigríður Á. Andersen on Wednesday, September 30, 2020