Margir Íslendingar fylgdust með fyrstu kappræðum Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Joe Biden, forsetaefni Demókrata, sem fóru fram seint í gærkvöldi.
Stjórnmálaspekingar eru sammála um að hvorugur frambjóðandinn hafi látið sitt eftir liggja en nokkuð var um truflanir og framíköll, auk þess sem báðir frambjóðendur virtust eiga erfitt með að halda sig við eitt umræðuefni hverju sinni.
Twitterverjar voru duglegir á lyklaborðinu:
Bandarísk stjórnmál: 72 ára sjónvarpsmaður reynir að hafa stjórn á 74 ára forseta sem lýgur og talar ofan í 77 ára mótframbjóðanda sinn. #kappræður2020
— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) September 30, 2020
Vilhelm Neto var líklega ekki einn um þetta, en mismæli Biden eru eitt það helsta sem stjórnmálarýnendur töldu að gæti orðið honum að falli. Biden er þó talinn hafa staðið sig ágætlega í þeim efnum í gærkvöldi.
Ég að sjá Biden reyna að mynda heilsteypta setningu. #kappræður2020 pic.twitter.com/0HPNSZQ5ve
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) September 30, 2020
Og meira til.
Og ég hélt að Guðmundur Franklín hafi verið óþolandi í íslensku kappræðunum #kappræður2020
— Ólöf Bjarki (@Olofantons) September 30, 2020
Enginn:
— Magnús H. Jónasson (@Maggih90) September 30, 2020
Ég: Já, ég mun kaupa mér "Will you shut up, man." - Biden 2020 bol á netinu. #kappræður2020
Mitt kalda mat. Froðusnakkurinn stóð undir eigin merkjum. Og það vantaði hjartað í Biden. #kappræður2020
— Sara Dögg (@saradoggsvan73) September 30, 2020
Trump að æpa THIS IS NOT GOING TO END WELL er ágætis samantekt á þessu guðsvolaða ári #kappræður2020
— María Björk (@baragrin) September 30, 2020
Þetta eru eins og tveir gaurar á enska barnum kl 3 að rökræða hver borgaði síðast í hjólið #kappræður2020
— Hafþór Óli (@HaffiO) September 30, 2020
Aðeins of galið. Forsetaefni þrasa um stærð grímunnar sem þeir nota 😔 #kappræður2020
— Sara Dögg (@saradoggsvan73) September 30, 2020
Þetta eldist vel... hratt! 😅 #kappræður2020 https://t.co/H9oalURTvl
— Magnús H. Jónasson (@Maggih90) September 30, 2020
Kappræður: Þrír menn tala hver í kapp við annan og enginn ræður.#kappræður2020
— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) September 30, 2020
Ég þarf virkilega að fara hugsa um það hvernig ég fer að ferja mömmu aftur til Íslands frá Minnesota #kappræður2020
— Helgi Steinar (@helgistones) September 30, 2020
Dauðhrædd um að Biden hrökkvi upp af í útsendingunni. #kappræður2020
— Arna Schram (@arnaschram) September 30, 2020
Bara nokkrar vikur í bóluefni, okkur er borgið. Pant ekki vera fyrst. #kappræður2020
— Bryndís Haralds (@bryndisharalds) September 30, 2020
Eina sem Biden þarf að gera í kvöld er að hrökkva ekki upp af til þess að vinna þessar kappræður #kappræður2020
— Úlfar (@ulfarviktor) September 30, 2020
Ég hef fylgst með rifrildum á leikskóla sem eru betur orðuð en þessi steypa #kappræður2020
— Ólöf Bjarki (@Olofantons) September 30, 2020