Stuðningsyfirlýsing við náttúruna undirrituð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis og auðlindaráðherrra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis og auðlindaráðherrra. mbl.is

Ísland var í hópi yfir 70 ríkja sem skrifuðu und­ir stuðnings­yf­ir­lýs­ingu við nátt­úr­una í aðdrag­anda 75. alls­herj­arþings Sam­einuðu þjóðanna sem nú stend­ur yfir. Í yf­ir­lýs­ing­unni hétu rík­in því að auka metnað í lofts­lags­mál­um, stuðla að sjálf­bær­um neyslu- og fram­leiðslu­hátt­um og hafa lofts­lag, um­hverfi og líf­fræðilega fjöl­breytni að leiðarljósi við upp­bygg­ingu í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins. 

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, gerði vernd og end­ur­heimt vist­kerfa að um­tals­efni í ávarpi sínu á fundi um líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika sem hald­inn var í gær í tengsl­um við áður­nefnt alls­herj­arþing. 

Guðmund­ur Ingi benti á nauðsyn líf­fræðilegs fjöl­breyti­leika við að tryggja sjálf­bærni og draga úr áhrif­um lofts­lags­breyt­inga. „Þær kerf­is­lægu og áður óþekktu breyt­ing­ar sem nú eiga sér stað á Norður­skaut­inu og öðrum viðkvæm­um svæðum víða um heim kalla á að það verði strax gripið til frek­ari aðgerða,“ sagði Guðmund­ur Ingi í ávarpi sínu.

End­ur­heimt og vernd verði of­ar­lega

Þá sagði hann vernd gegn fram­andi ágeng­um teg­und­um og end­ur­heimt skóg­lend­is, vot­lend­is og annarra mik­il­vægra vist­kerfa eiga að vera of­ar­lega á dag­skrá.

„Íslensk stjórn­völd hafa lagt áherslu á sam­legðaráhrif þessa í aðgerðaáætl­un sinni í lofts­lags­mál­um. Ein grunnstoða henn­ar er end­ur­heimt skóga og vot­lend­is og að vinna þannig gegn land­eyðingu og lofts­lags­breyt­ing­um með nátt­úrumiðuðum lausn­um sem líka stuðla að end­ur­heimt líf­fræðilegs fjöl­breyti­leika.“

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar er kveðið á um stofn­un þjóðgarðs á miðhá­lendi Íslands en þar er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni Evr­ópu. Áform um stofn­un þjóðgarðsins hef­ur verið um­deild hér á landi. 

Guðmund­ur Ingi greindi í ávarpi sínu frá því að vinna við und­ir­bún­ing stofn­un­ar hans væri nú í full­um gangi. „Öræf­in ná yfir þriðjung lands­ins og verða stærsti þjóðgarður í Evr­ópu og jafn­framt stærsta fram­lag Íslands til nátt­úru­vernd­ar hingað til.“

Vegna heims­far­ald­urs­ins sækja ís­lensk­ir ráðamenn ekki þingið í New York að þessu sinni. Ávarp Guðmund­ar Inga á fund­in­um í gær var því flutt af mynd­bandi um miðnætti í nótt að ís­lensk­um tíma. Hér má sjá það:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert