Nokkrir gripnir utan sóttkvíar í nótt

Lögreglumenn að störfum.
Lögreglumenn að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð í nótt mann að verki í ökuferð með vinum sínum er hann átti að vera í sóttkví.

Maðurinn var stöðvaður undir stýri í Breiðholti um klukkan hálftvö í nótt. Hann var nýkominn til landsins en með í bílnum voru tveir aðrir menn, sem ekki voru í sóttkví. Mönnunum, sem allir eru erlendir, voru gefin þau fyrirmæli að halda sig heima þar til niðurstaða er komin úr skimunum. 

Frá þessu er sagt í dagbók lögreglu. Þar segir raunar að lögregla hafi haft afskipti af nokkrum einstaklingum, sem áttu að vera í sóttkví, en ekki er ljóst hvort vísað er til fleiri dæma eða hvort samferðamenn ökumannsins hafi líka átt að vera í sóttkví.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert