„Spurning hvort of harkalega sé farið fram“

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningarmerki við boðaðar sóttvarnaraðgerðir.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningarmerki við boðaðar sóttvarnaraðgerðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, velt­ir því fyr­ir sér hvort stjórn­völd fari of harka­lega fram með hert­um sótt­varn­araðgerðum sem taka gildi á morg­un og fela í sér 20 manna sam­komutak­mörk.

Myndin sýnir hversu margir eru í einangrun, á hverja 100.000 …
Mynd­in sýn­ir hversu marg­ir eru í ein­angr­un, á hverja 100.000 íbúa, í ólík­um lands­hlut­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Njáll að allt önn­ur mynd blasi við þegar litið er til fjölda fólks í ein­angr­un á lands­byggðinni, í sam­an­b­urði við höfuðborg­ar­svæðið. Í Face­book-færslu sem Njáll birti í gær­kvöld kem­ur fram að tutt­ugu og þris­var sinn­um lík­legra sé að ein­stak­ling­ur smit­ist á höfuðborg­ar­svæðinu held­ur en á Norður­landi eystra eða Aust­ur­landi.

„Mér finnst að við ætt­um að geta unnið með þetta til þess að halda áfram með dag­legt líf, at­vinnu­lífið og starf­semi skól­anna,“ seg­ir Njáll og bæt­ir við að sótt­varn­ar­yf­ir­völd gætu til dæm­is komið með til­lög­ur með hliðsjón af þess­um þátt­um, þótt hann seg­ist styðja þríeykið í hví­vetna.

„Það vakna ákveðnar spurn­ing­ar um hvort farið sé of harka­lega fram á þess­um svæðum þar sem fáir eru í ein­angr­un,“ seg­ir Njáll.

Virkni sam­fé­lags­ins skipti máli

Njáll hef­ur stungið upp á því að komið verði upp litakóðun­ar­kerfi svo hægt sé að eiga við veiruna í hverj­um lands­hluta fyr­ir sig með viðeig­andi aðgerðum.

„Í vor komu að vísu upp erfið mál, til dæm­is á Hvammstanga en þau voru ann­ars eðlis og eins og staðan er núna þá er tíðni smita í höfuðborg­inni gríðarlega há. Það er lang­ur vet­ur framund­an og við erum við að sigla inn í svart­asta skamm­degið. Þá skipt­ir máli að sam­fé­lagið sé eins virkt og kost­ur er á,“ seg­ir Njáll.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert