Tillaga er komin fram í borgarstjórn um að gerð verði úttekt á kynbundnum mun á námsárangri í leik- og grunnskóla.
„Það hafa mörg aðvörunarljós blikkað í mörg ár, á öllum skólastigum, og við verðum að bregðast við þessu,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sem leggja tillöguna fram.
Staða drengja í skólakerfinu hefur verið mjög til umræðu undanfarin ár, en minna hefur borið á árangursríkum aðgerðum til þess að sporna við þeirri þróun, sem hefur heldur færst í aukana en hitt.
Árið 2011 skilaði stýrihópur undir stjórn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, þáverandi borgarfulltrúa, skýrslu um námsárangur drengja og komu þar fram tíu tillögur til úrbóta, en þær hafa fæstar komið til framkvæmdar, að ví er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.