Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í 31 COVID-19-sjúkraflutning síðasta sólarhringinn en alls voru sjúkraflutningarnir 134 talsins, þar af 28 forgangsflutningar.
Útköll á dælubíla voru sex talsins og voru þau fjölbreytt að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Umferðarslys og aðstoð við sjúkrabíla meðal annars. Farið var í tvö útköll vegna eldsvoða en í öðru tilvikinu hafði kviknað í ruslapoka sem hafði verið lagður á helluborð.