Fái að ráðstafa nefskatti til einkarekinna miðla

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, spurði fjármálaráðherra um skoðun hans á …
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, spurði fjármálaráðherra um skoðun hans á hugmyndum um að fólk fái að ráðstafa hluta útvarpsgjalds til annarra miðla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, viðraði þær hug­mynd­ir í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag að fólk fengi að ráðstafa hluta út­varps­gjalds­ins til einka­rek­inna fjöl­miðla eft­ir eig­in henti­semi. 

Útvarps­gjald næsta árs er 18.300 krón­ur sem renn­ur til Rík­is­út­varps­ins og er áætlað að skili miðlin­um 4.500 millj­ón­um króna á næsta ári. Spurði Bergþór Bjarna Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hvernig hon­um hugnaðist að fólk fengi til dæm­is að ráðstafa tíu pró­sent­um þess fjár til annarra miðla. Það gæti skilað miðlum um 450 millj­ón­um króna, álíka mikið og ríkið veit­ir einka­rekn­um miðlum í ný­samþykkta fjöl­miðlastyrki.

Þarna væri hægt að hugsa sem svo að t.d. gætu menn valið þrjá miðla og þá gæti ein­hver valið að styðja Frétta­blaðið, ein­hver Morg­un­blaðið, ein­hver DV, ein­hver Stund­ina, ein­hver Kjarn­ann, ein­hver Fót­bolta.net og svo fram­veg­is,,“ sagði Bergþór.

Áhuga­vert en ekki á dag­skrá

Bjarni sagði hug­mynd­ina áhuga­verða en að hún væri þó ekki á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Hún myndi vekja upp marg­ar grund­vall­ar­spurn­ing­ar. Eig­um við að reka al­manna­út­varp og hvernig eig­um við að fjár­magna það,“ sagði hann. „Mér þykir sem það sé breið samstaða um ákveðið lyk­il­hlut­verk sem al­manna­út­varp þarf að fram­fylgja.“

Bjarni beindi umræðunni því næst að aug­lýs­inga­tekj­um RÚV, sem skila stofn­un­inni um 1.700 millj­ón­um króna á ári. RÚV væri að vissu leyti sem ein­stofna tré með ræt­ur í rík­is­sjóði sem yxi svo hátt að aðrir fjöl­miðlar sæju ekki sól­ina, visnuðu og dæju jafn­vel. Sagði hann „mikið rúm“ fyr­ir umræðu um aug­lýs­inga­tekj­ur RÚV og áhrif­um þeirra á sam­keppn­is­skil­yrði annarra fjöl­miðla. Það væri enda mjög í anda sjálf­stæðis­stefn­unn­ar að hjálpa mönn­um til sjálfs­hjálp­ar með því að gera einka­rekn­um miðlum kleift að fá stærri sneið af aug­lýs­inga­markaðnum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert