81 sjúkraflutningur: 15 tengdir Covid-19

mbl.is/Kristján H. Johannessen

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þakkar fyrir aðeins rólegri sólarhring í sjúkraflutningum, en síðustu daga hafa met verið slegin í þeim efnum.

Undanfarinn sólarhring barst 81 boðun í sjúkraflutning, 20 forgangsverkefni og 15 vegna covid 19. Þá voru dælubílar kallaðir út þrisvar sinnum.

„Það var kærkomið að fá aðeins rólegri sólarhring þar sem síðastliðnir dagar hafa verið ansi þungir í sjúkraflutningum,“ segir í facebookfærslu slökkviliðsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert