Alexandra býður sig fram til ritara Samfylkingar

Alexandra Ýr van Erven býður sig fram til ritara Samfylkingarinnar. …
Alexandra Ýr van Erven býður sig fram til ritara Samfylkingarinnar. Kosið verður á landsfundi 6.-7. nóvember. Ljósmynd/Aðsend

Alexandra Ýr van Erven gefur kost á sér í embætti ritara Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alexöndru.

Alexandra er 26 ára nemi í stjórnmálafræði og ensku við Háskóla Íslands, en hún hefur tekið virkan þátt í starfi flokksins undanfarin ár og meðal annars setið í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna og framkvæmdastjórn hreyfingarinnar. Hún hefur einnig verið virk innan Röskvu, samtala félagshyggjufólks við Háskólann, verið oddviti Stúdentaráðs á hugvísindasviði og setið í kennslumálanefnd Háskólaráðs.

Kosið verður í embætti ritara á landsfundi flokksins 6.-7. nóvember. Núverandi ritari er Þórarinn Snorri Sigurgeirsson.

Byrjaði í flokknum þegar hann mældist með 6% fylgi​

Það er mikilvægt að ungt fólk sé í lykilstöðum innan flokksins. Ungt og róttækt fólk er drifkraftur fyrir flokkinn. Sem ritari vil ég starfa í krafti þessa því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir sköpum að flokkurinn fylgi hjartanu og sé leiðandi afl í því að leita skapandi lausna til að takast á við vandamál nútímans,“ segir Alexandra Ýr.

​„Samfylkingin er í mikilli sókn og við erum að uppskera fyrir þrotlausa vinnu síðustu ára sem leidd er af grasrótinni og kjörnum fulltrúum. Sjálf byrjaði ég í flokknum þegar við höfðum þrjá þingmenn og vorum með 6% fylgi sem eftir á að hyggja er stórmerkilegur tími til að byrja í stjórnmálaflokki,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert