26 eru nú inniliggjandi á Landspítala vegna Covid-19 en þar lágu 25 þegar tölur um smit og innlagnir voru birtar í morgun á Covid.is. Því hefur einn bæst við á spítala, veikur af Covid-19.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala.
Þrír þessara 26 eru á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. 1.025 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19-göngudeildar, þar af 156 börn. 79 starfsmenn Landspítala eru í sóttkví A og 26 starfsmenn í einangrun.
Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs Covid-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega.