Hönnunargalli í símkerfi Neyðarlínunnar lagaður

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður á áttunda tímanum í kvöld að sögn ríkislögreglustjóra.

Karlmaður lést í brunanum og drápust einnig þrír hundar hans. Ábend­ing sem barst Neyðarlín­unni skömmu fyr­ir miðnætti á föstu­dags­kvöld skilaði sér ekki til lög­regl­unn­ar.

Einstaklingur sem varð var við eldinn hringdi í neyðarlínuna á föstudagskvöld en enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra svaraði símtalinu. Það hafði verið áframsent frá neyðarlínuna og gafst innhringjandinn upp eftir 57 sekúndur.

Í samtali við RÚV sagðist Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri harma atvikið. Allt kapp væri lagt á að slíkt geti ekki endurtekið sig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert