Ef horft er til fjölda smita á hverja 100 þúsund íbúa í Evrópu undanfarnar tvær vikur er staðan svipuð á Íslandi og Bretlandi. Bæði löndin eru með rúmlega 250 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Ísland er eina norræna ríkið sem er með meira en 100 smit á hverja 100 þúsund íbúa.
Smitstaðan samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu:
Ef tölurnar annars staðar á Norðurlöndunum eru skoðaðar þá sést að Danmörk kemur næst á eftir Íslandi með 99,6 smit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikurnar og Svíþjóð með 72,5. Í Finnlandi og Noregi eru smitin rúmlega 34 talsins.