Þríeykið á fundi dagsins

Upplýsingafundur almannavarna - Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og …
Upplýsingafundur almannavarna - Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag.

Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19-faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.

Sem fyrr eru fjölmiðlar hvattir til að spyrja spurninga og sýna beint frá fundinum en eins og fram hefur komið er fundurinn rafrænn, það er fjölmiðlafólk er beðið að mæta ekki á fundinn í eigin persónu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert