Covid-19-smit er komið upp innan almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn reyndist jákvæður fyrir veirunni og hefur verið í einangrun síðustu daga.
Fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að Rögnvaldur hafi einkenni veirunnar en heilsist vel miðað við aðstæður. Þrír aðrir samstarfsmenn fóru í sóttkví eftir að smitið uppgötvaðist.
„Almannavarnadeild fer ítarlega eftir reglum og leiðbeiningum um sóttvarnir og samkomutakmarkanir og hafa veikindi Rögnvalds og sóttkví þriggja starfsmanna ekki haft áhrif á starfsemi almannavarnadeildar,“ segir í tilkynningunni.