Segir landamæralokun hafa verið mistök

Jón Þór Þorvaldsson segir að mistök hafi verið gerð þegar …
Jón Þór Þorvaldsson segir að mistök hafi verið gerð þegar aðgerðir á landamærum voru hertar í ágúst. Fjölmargir flugmenn hafa misst vinnuna í faraldrinum. Haraldur Jónasson/Hari

Jón Þór Þor­valds­son, formaður Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna, tel­ur það hafa verið mis­tök að loka landa­mær­um með þeim hætti sem gert var í miðjum ág­úst til að hefta út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Þetta seg­ir Jón í nýj­um hlaðvarpsþætti, Flugvarp­inu, sem er ný­út­kom­inn.

Frá 19. ág­úst hafa all­ir sem koma til lands­ins þurft að fara í skimun á landa­mær­un­um, sæta 4-6 daga sótt­kví og halda síðan í aðra sótt­kví. Fyr­ir þann tíma nægði að fara í eina skimun á landa­mær­un­um án sótt­kví­ar, og raun­ar þurftu farþegar frá skil­greind­um lágáhættu­svæðum ekki að fara í skimun. Fyr­ir vikið fækkaði flug­f­arþegum tölu­vert.

Alls starfa nú 77 flug­menn hjá Icelanda­ir, en í mars voru þeir 446. Hafa 68 þeirra misst vinn­una eft­ir að aðgerðir voru hert­ar í ág­úst.

Í þætt­in­um seg­ist Jón merkja að nú séu að verða vatna­skil í af­stöðu vís­inda­manna og heil­brigðis­starfs­manna hvað varðar harðar sótt­varnaaðgerðir og lok­un landa­mæra um heim­inn. Radd­ir um að verið sé að fórna meiri hags­mun­um fyr­ir minni verði sí­fellt há­vær­ari.

Ný­legt hluta­fjárút­boð Icelanda­ir er einnig til umræðu í þætt­in­um, en Jón Þór seg­ist stolt­ur af mik­illi þátt­töku flug­manna í útboðinu. Þá ræðir hann einnig erfiða stöðu at­vinnuflug­manna, Reykja­vík­ur­flug­völl og fleira.

Hægt er hlusta á þátt­inn á Spotify. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert