Líklegastir til að mæla með Fjarðarkaup

Fjarðarkaup.
Fjarðarkaup. Ljósmynd/Aðsend

Viðskipta­vin­ir Fjarðar­kaups eru lík­leg­ast­ir til þess að mæla með fyr­ir­tæk­inu sam­kvæmt niður­stöðum meðmæla­könn­un­ar MMR. Þar varð Fjarðar­kaup efst á lista ís­lenskra fyr­ir­tækja þriðja árið í röð. Könn­un­in tók til 127 þjón­ustu- og fram­leiðslu­fyr­ir­tækja í 23 at­vinnu­grein­um og mæl­ir hún hversu lík­leg­ir ein­stak­ling­ar eru til að mæla með eða hall­mæla fyr­ir­tækj­um sem þau hafa átt viðskipti við.

Fjar­skipta­fyr­ir­tækið Hringdu lenti í öðru sæti, en var í 14. sæti í fyrra og er því há­stökkvari árs­ins að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá MMR. Þá var bens­ín­stöð Costco í þriðja sæti, mjólk­ur­fram­leiðand­inn Arna  í fjórða, Stor­ytel í fimmta, Sölu­fé­lag garðyrkju­manna í sjötta, Toyota í sjö­unda, Pizz­an í átt­unda, IKEA í ní­unda og al­fred.is í tí­unda sæti.

Pizzan hækkaði um 35 æti milli ára í könnun MMR.
Pizz­an hækkaði um 35 æti milli ára í könn­un MMR. Ljós­mynd/​Pizz­an

Meðal há­stökkvara var Pizz­an í öðru sæti en fyr­ir­tækið hækkaði um 35 sæti milli ári. Þá lenti Air Ice­land Conn­ect í þriðja sæti há­stökkvara, Freyja í fjórða sæti og Örygg­is­miðstöðin í fimmta.

Er litið er til at­vinnu­greina var það áskrift­arþjón­usta sem fékk hæsta meðaltal meðmæla­vísi­tölu af þeim at­vinnu­grein­um sem könn­un­in tók til, þriðja árið í röð. Þar á eft­ir var það mat­vöru­versl­an­ir, önn­ur versl­un í þriðja, fjar­skipta­fyr­ir­tæki í fjórða en þau voru í tólfta sæti í fyrra og og bif­reiðaum­boð og bif­reiðaverk­stæði sem var í fimmta sæti meðal at­vinnu­greina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert