69 smit innanlands og 78% í sóttkví

Alls greind­ust 69 kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær en þetta kemur fram á covid.is. Af þeim voru 54 (78%) í sótt­kví þegar þeir greind­ust en 15 utan. Þrír bíða niður­stöðu mót­efna­mæl­ing­ar eft­ir sýna­töku við landa­mæra­skimun.

26 eru á sjúkra­húsi og af þeim eru fjórir á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans.

Af þeim sem greind­ust inn­an­lands höfðu 53 farið í ein­kennna­sýna­töku hjá Land­spít­al­an­um og Íslenskri erfðagrein­ingu en 1.149 slík sýni voru tek­in í gær.

612 fóru í sýna­töku vegna þess að viðkom­andi var í sótt­kví og reynd­ust 16 þeirra vera með Covid-19. 521 fór í landa­mæra­skimun í gær.

Nú eru 1.242 í ein­angr­un á land­inu öllu. Í sótt­kví eru 2.957 og 1.321 eru í skimun­ar­sótt­kví.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert