Leggja til afnám 70 ára reglunnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri-grænna, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um afnám 70 ára aldurstakmörkunar til opinberra starfa.

Meðflutningsmenn eru úr sex flokkum, öllum nema Miðflokki og Viðreisn. Tillagan gengur út á að fela fjármála- og efnahagsráðherra í samráði við félags- og barnamálaráðherra að hefja viðræður við samtök opinberra starfsmanna um afnám þeirra ákvæða úr lögum sem takmarka starf opinberra starfsmanna við 70 ára aldur.

Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 er kveðið á um að opinberir starfsmenn skuli láta af störfum við 70 ára aldur þ.e. að embættismanni skuli veita lausn frá og með næstu mánaðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri.

Tillagan var lögð fram í fyrsta skipti á síðasta þingi en hlaut ekki brautargengi og er því nú endurflutt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert