Hvað geta önnur lönd lært af Íslandi?

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður í viðtali við Washington Post síðar …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður í viðtali við Washington Post síðar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland hefur ítrekað komist í heimsfréttirnar vegna viðbragða hér við kórónuveirufaraldrinum. Meðal annars vegna þess hversu lág dánartíðnin er.

Rætt verður við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í hlaðvarpsþætti Washington Post á morgun um þær aðgerðir sem Ísland hefur gripið til.

Katrín ræðir þar við David Ignatius, sem fjallar um erlend málefni í blaðinu, um hvað önnur lönd geta lært af Íslandi og hvernig verði brugðist við fjölgun nýrra smita í Evrópu og mögulega aðra bylgju í heiminum.

Hægt er að fylgjast með þættinum á vef Washington Post og hefst útsendingin klukkan 13:30 á íslenskum tíma á morgun, þriðjudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert