Hljóp úr pontu þegar skjálftinn reið yfir

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Styrmir Kári

Skjálft­inn sem reið yfir á suðvest­ur­horni lands­ins fannst greini­lega á Alþingi nú laust fyr­ir klukk­an tvö. Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, hljóp úr pontu til þess að leita skjóls um leið og skjálft­inn fannst.

Fyrstu mæl­ing­ar Veður­stofu Íslands sýna að skjálft­inn hafi verið 5,6 stig og átt upp­tök sín vest­ur af Krýsu­vík.

Ekki voru þó all­ir eins fljót­ir að taka til fót­anna og Helgi Hrafn. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, sat sem fast­ast í for­seta­stól og bað þing­menn um að sýna still­ingu.

„Sitjið ró­leg bara, sitjið ró­leg,“ sagði Stein­grím­ur þegar Helgi var rok­inn burt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert