Stór eftirskjálfti – hrinan heldur áfram

Upptök stóra skjálftans voru í Núps­hlíðar­hálsi, 5 km vest­ur af …
Upptök stóra skjálftans voru í Núps­hlíðar­hálsi, 5 km vest­ur af Sel­túni á Reykja­nesskaga. mbl.is/Árni Sæberg

Alls hafa yfir 250 eftirskjálftar mælst síðan skjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir klukk­an 13:43 í dag í Núps­hlíðar­hálsi, 5 km vest­ur af Sel­túni á Reykja­nesskaga. Stærstur þeirra var af stærðinni 4,1.

Sá skjálfti reið yfir klukkan hálf fjögur en auk þess hafa nokkrir skjálftar yfir 3 af stærð mælst.

Íbúar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu geta búist við áframhaldandi skjálftavirkni fram á kvöld en margir skjálftar hafa fundist á suðvesturhorninu.

Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði í samtali við mbl.is að engin merki væru um gosóróa í tengslum við hristinginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert