Fyrrverandi forstjóri Matís sýknaður af ákæru um heimaslátrun

Sveinn Margeirsson fyrrverandi forstjóri Matís og núverandi sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Sveinn Margeirsson fyrrverandi forstjóri Matís og núverandi sveitarstjóri Skútustaðahrepps.

Sveinn Mar­geirs­son, sveit­ar­stjóri Skútustaðahrepps og fyrr­ver­andi for­stjóri Matís, hef­ur verið sýknaður af ákæru um brot gegn lög­um um slátrun og sláturaf­urðir með því að hafa staðið að sölu og dreif­ingu á fersku lamba­kjöti af grip­um sem hafði verið slátrað utan lög­gilts slát­ur­húss. Þetta kem­ur fram í dómi Héraðsdóms Norður­lands vestra sem féll fyrr í vik­unni.

Málið á ræt­ur sín­ar að rekja til þess að í sept­em­ber árið 2018 fór fram bænda­markaður á Hofsósi í Skagaf­irði. Var þar meðal ann­ars selt kjöt frá bæn­um Birki­hlíð, en lömb­um hafði verið slátrað í sam­starfi við Matís og var það gert í sam­ræmi við verklag sem Matís hafði lagt til að gilti um ör­slát­ur­hús.

Hafði Matís skoðað mögu­leik­ann á slíkri slátrun í tengsl­um við verk­efni sem miða að því að koma land­búnaðar­vör­um frá fram­leiðend­um til neyt­enda með bein­um hætti, en slíkt geng­ur jafn­an und­ir nafn­inu beint frá býli.

Sveinn stóð meðal ann­ars að söl­unni á markaðinum og sagðist hann í sam­tali við Bænda­blaðið ekki hafa sér­staka skoðun á því hvort Matís hefði vís­vit­andi brotið lög með at­hæf­inu, en sam­kvæmt lög­um verður slátrun að fara fram á viður­kenndu slát­ur­húsi. Varð þetta til þess að Mat­væla­stofn­un (MAST) til­kynnti um inn­köll­un á kjöt­inu og óskaði síðar eft­ir því að lög­regl­an myndi rann­saka málið. Var Sveinn svo ákærður í októ­ber í fyrra, en við þing­fest­ingu máls­ins lýsti hann sig sak­laus­an.

Fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Norður­lands vestra bar fyr­ir dómi að regl­ur um heimaslátrun hafi verið að liðkast í gegn­um tíðina. Verk­efnið á Hofsósi hafi verið kynnt sér af starfs­manni Matís og hann greint frá því að aðkoma eft­ir­lits­ins yrði í formi meðhöndl­un­ar úr­gangs. Eft­ir­litið hafi einnig haft ákveðið eft­ir­lit með mat­ar­markaðinum. Eft­ir sam­skipti við MAST hafi eft­ir­litið svo bannað sölu á kjöt­inu og veitt áminn­ingu og MAST síðan kært málið. Sagði fram­kvæmda­stjór­inn að það mætti segja að heil­brigðis­eft­ir­litið hefði haft aðra sýn á málið en MAST.

Seg­ir í dóm­in­um að óum­deilt sé að aðstaðan að Birki­hlíð, þar sem 10 lömb­um var slátrað, var ekki lög­gilt slát­ur­hús, en að gögn máls­ins bendi hins veg­ar til þess að þar hafi verið til staðar tíma­bundið leyfi til kjötvinnslu. Þá fellst dóm­ur­inn á að lög­in taki aðeins til slátr­un­ar gripa, en ekki sölu eða dreif­ing­ar og þar með er Sveinn sýknaður, þar sem aðkoma hans var aðeins tal­in hafa verið í formi sölu og dreif­ing­ar kjöts­ins. Er all­ur sak­ar­kostnaður felld­ur á ríkið.

Eins og fyrr grein­ir var Sveinn for­stjóri Matís, en hon­um var sagt upp störf­um í des­em­ber árið 2018. Sam­kvæmt fund­ar­gerðum stjórn­ar, sem mbl.is fékk aðgang að árið 2019, mátt sjá að stjórn­in var ekki ein­róma um upp­sögn­ina og var ástæða upp­sagn­ar­inn­ar sögð trúnaðarbrest­ur, en deilt var um hvort Sveinn hefði upp­lýst stjórn­ina um heimaslátr­un­ar­verk­efnið. Var bók­un um umræðu um verk­efnið meðal ann­ars tek­in úr fund­ar­gerð áður en þær voru samþykkt­ar.

Eft­ir að MAST til­kynnti um kær­una til lög­reglu komst hiti í málið inn­an stjórn­ar og fundaði stjórn svo utan hefðbund­ins fund­arstaðar og fór yfir „þá stöðu sem upp er kom­in varðandi sam­skipti og traust milli stjórn­ar og for­stjóra.“ Tíu dög­um síðar ákvað stjórn­in á síma­fundi að ekki væri unað við óbreytt ástand og var lagt til að Sveinn myndi annað hvort hætta eða að freista þess að byggja upp traust á ný. Tveir stjórn­ar­menn vildu kjósa með seinni til­lög­unni, en fimm með þeirri fyrri. Var stjórn­ar­for­manni í ljósi niður­stöðunn­ar veitt heim­ild til að gera starfs­loka­samn­ing við Svein, en hann fékk upp­sögn­ina í vinnu­ferð er­lend­is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert