SÍS-merkið á Ystafelli af stalli

Ystafell. Súlan er há og fléttumynstur á hliðum áberandi.
Ystafell. Súlan er há og fléttumynstur á hliðum áberandi. mbl.is/Sigurður Bogi

Há, þrístrend minningarsúla um stofnun Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem stóð á bæjarhlaðinu á Ystafelli í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu, hefur verið tekin niður.

Miklar skemmdir reyndust vera í steyptri súlunni, sem var reist árið 1952 þegar hálf öld var liðin frá stofnun SÍS.

Gripurinn er nú í tveimur hlutum og í geymslu á Akureyri. Raunar brotnaði efsti hlutinn af strýtunni þegar hún var tekin af stalli sínum og óvíst hvert framhaldið verður. „Ég tel alls óvíst hvort borgi sig að gera minnismerkið upp aftur, svo illa er það farið,“ segir Hannes Karlsson á Akureyri, formaður SÍS, í Morgunblaðinu í dag. „Verði súlan sett upp að nýju verður það væntanlega niðri við þjóðveg en ekki heima við bæjarhúsin þar sem hún var.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert