„Víglínur með og á móti löggunni“

Pawel veltir fyrir sér þjóðfélagsumræðunni í kringum barmmerki lögreglunnar.
Pawel veltir fyrir sér þjóðfélagsumræðunni í kringum barmmerki lögreglunnar. mbl.is/Eggert

Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skrifaði pistil á Facebook í kvöld þar sem hann vakti athygli á stormasamri umræðu sem skapast hafi í kjölfar fregna af barmmerkjum sem lögreglumenn hafa gengið með hér á landi.

„Hef enga trú á því að það gagnist mikið að afgreiða einhverja óbreytta lögreglumenn og konur sem "rasista". Lífið er ekki svona svarthvítt, flest fólk er innst inni gott, en gerir stundum mistök,“ skrifar Pawel.

Vekur hann athygli á því að ekki sé auðvelt að takast á við „skítastorma“ og síður en svo sé það auðvelt þegar um óbeytta borgara er að ræða, sem ekki hafa sama tengslanet eða reynslu af fjölmiðlum og opinberar persónur. Telur Pawel að eðlilegra hefði verið ef fagfólk myndi klára málið með stuttri og einlægri afsökubarbeiðni en síðan yrðu yfirmenn látnir svara um framhaldið.

„Við verðum að koma því í menninguna að fólk fái aðstoð við svona aðstæður. Þetta getur reynt mjög á fólk, við myndum aldrei standa og horfa á hús brenna, og láta íbúana sjálfa um að slökkva í, sama hvort íbúinn sjálfur á þátt í eldsupptökunum eða ekki.
Fagfólk hefði látið klára mál með stuttri og einlægri afsökunarbeiðni og síðan yrðu yfirmenn látnir svara um framhaldið. Í stað er hálfpartinn búið að mynda víglínur með og á móti löggunni, niðrandi skopmyndir ganga um netið, málshöfðunum er hótað, þingnefndir verða kallaðar saman, og svo framvegis.
Og eftir situr fólk sem búið er að hópsmána. Og það er aldrei góð leið. Við viljum frekar að fólk átti á ef það gerir eitthvað rangt, bæti sitt ráð og líti hnarreist fram á við, frekar en að við sitjum uppi með niðurbrotið fólk,“ skrifar Pawel.

Hef enga trú á því að það gagnist mikið að afgreiða einhverja óbreytta lögreglumenn og konur sem "rasista". Lífið er...

Posted by Pawel Bartoszek on Friday, 23 October 2020
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert