Greinilegt að ekki hafi verið farið eftir reglum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að ekki hafi verið farið eftir reglum sem á að fara eftir þegar smit kemur upp á skipi í tilfelli hópsýkingar um borð í tog­ar­an­um Júlí­usi Geir­munds­syni. Greint hefur verið frá því að skipverjar hafi sinnt vinnu sinni veikir af Covid-19 um borð í togaranum. 

Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að honum sýndist að ýmislegt hafi verið eins og það átti ekki að vera. 

„Ég held að þetta sé bara mjög alvarlegt mál,“ segir Þórólfur. Hann benti á að þegar smit kom upp um borð í Valdimari GK hafi hann skorað á þá sem eru að fara í vinnuferðir að fara í skimun áður. Lögð hefur verið áhersla á það við heilsugæsluna að tekið yrði við slíkum hópum í skimun. 

Alma Möller landlæknir sagði að sjúklingum sem greinast t.d. um borð í togurum geti versnað mjög hratt og þá sé slæmt að vera langt frá næstu gjörgæslu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert