Katrín hefur áhyggjur af stöðu mála í Póllandi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Árni Sæberg

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tísti í dag um stöðu réttinda kvenna í Póllandi. Kveðst Katrín hafa áhyggjur af sjálfsákvörðunarrétti kvenna og kynfrelsi þeirra. Tilefni tístsins eru breytingar á lögum um þungunarrof í Póllandi sem tóku gildi á fimmtudaginn sl. Þegar giltu ströng skilyrði fyrir þungunarrofi í Póllandi og hafa þau nú verið hert enn frekar. Þungunarrof er nú svo gott sem algjörlega ólöglegt í Póllandi. 

Þá segir í tísti Katrínar bakslag í jafnrétti kynjanna í heiminum áhyggjuefni og að áfram verði að standa vörð um baráttuna sem og að láta í sér heyra þegar brotið er á réttindum kvenna.

Tístið má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert