Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar um tæp fjögur stig

Miðflokkurinn mælist með aukið fylgi.
Miðflokkurinn mælist með aukið fylgi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 21,9% og nýtur enginn flokkur meira fylgis. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Fylgi flokksins hefur þó dalað um tæp fjögur prósentustig frá síðustu könnun fyrirtækisins, sem gerð var í september.

Samfylkingin mælist næststærsti flokkurinn, með 15,2% fylgi, en hún naut 12,8% fylgis í síðustu könnun.

Píratar njóta nú 13,5% fylgis, sem dalar frá 15% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokks og Framsóknar eykst

Miðflokkurinn mælist með aukið fylgi, 11,6%, en mældist 10,8% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins jókst einnig á milli kannana, um tæp tvö prósentustig, og mælist nú 10,2%.

Fylgi Viðreisnar eykst, mælist nú 9,7% og mældist 9,4% áður.

Graf/MMR

Vinstri græn með 8,3% fylgi

Fylgi Vinstri grænna dalar, mælist nú 8,3% og mældist 8,5% í september.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mælist nú 4,6% og mældist þar áður 4,3%.

Fylgi Flokks fólksins mælist 3,8% og mældist 3,6% í síðustu könnun.

50,3% stuðningur við ríkisstjórnina

Stuðningur við aðra mældist 1,3% samanlagt.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 50,3% og minnkaði um tæpt prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 51,0%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert