Nýleg skýrsla Mannvits og danska ráðgjafarfyrirtækisins COWI um borgarlínuna var kynnt þannig að framkvæmdin væri þjóðhagslega hagkvæm.
Þetta segir Ragnar Árnason hagfræðiprófessor ranga túlkun, í aðsendri grein hans í blaðinu í dag.
Ragnar telur að þjóðhagslegt núvirði fyrsta áfanga borgarlínu sé verulega neikvætt. Í skýrslunni séu reiknaðir til ábata ýmsir þættir sem séu alls ekki félagslegur ábati, eins og greidd fargjöld og „eitthvert metið hrakvirði framkvæmdarinnar í miðjum klíðum eins og hið opinbera geti þá selt fjárfestinguna til útlanda fyrir reiðufé“.
Við bætist óraunsæjar forsendur um notkun borgarlínunnar, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.