„Skólarnir verða áfram opnir“

Lilja Alfreðsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir …
Lilja Alfreðsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á fundinum í Hörpu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra tel­ur ástæðu til að bregðast við því að kór­ónu­veiru­smit séu far­in að fær­ast inn í yngri ald­urs­hópa en nú gild­ir reglu­gerð ráðherra um alla nema börn sem eru fædd árið 2015 og síðar. Áður var miðað við fæðing­ar­árið 2005 og voru því öll börn á grunn­skóla­aldri und­anþegin tak­mörk­un­um. 

Sú regla auðveldaði, eins og gef­ur að skilja, skólastarf veru­lega. Lilja Al­freðsdótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, sagði á blaðamanna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar sem hert­ar aðgerðir voru kynnt­ar í dag að reglu­gerð um skólastarf yrði kynnt um helg­ina.

„Skól­arn­ir verða áfram opn­ir en það verða ein­hverj­ar tak­mark­an­ir,“ sagði Lilja. 

Um 180 börn í ein­angr­un 

Reglu­gerðin kveður meðal ann­ars á um að ein­ung­is 10 manns megi koma sam­an. Und­anþága er þó gerð á því hvað varðar ung­menni fædd 2002 og síðar. Þau mega vera allt að 25 sam­an í hverju rými en tveggja metra ná­lægðarmörk gilda samt sem áður.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lilja sagði að það skipti miklu máli að hlustað væri á nem­end­ur og vilja þeirra í þess­um efn­um. 

„Við ætl­um að koma öll­um aft­ur í skóla og vera bjart­sýn og sýna þraut­seigju,“ sagði Lilja sem þakkaði skóla­stjórn­end­um, kenn­ur­um og nem­end­um fyr­ir hug­rekki og þraut­seigju. 

Hingað til hef­ur heil­brigðis­yf­ir­völd­um verið tíðrætt um litla smit­hættu hvað börn varðar. Spurð hvort stefnu­breyt­ing hafi orðið í þeim efn­um sagði Svandís:

„Smit­in hafa verið að fær­ast inn í yngri ald­urs­hópa. Það er ástæða til að bregðast við því.“

Um 180 börn eru nú í ein­angr­un vegna Covid-19. Flest barn­anna, eða 92, eru á aldr­in­um 6-12 ára. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert