Stefna stjórnvalda ekki sjálfbær

Sigríður Andersen er ómyrk í máli um aðgerðir stjórnvalda í …
Sigríður Andersen er ómyrk í máli um aðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldrinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­ríður Á. And­er­sen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, er ekki sátt við hert­ar sótt­varn­araðgerðir stjórn­valda. Hún ger­ir mikl­ar at­huga­semd­ir við stefnu þeirra í bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna og ef­ast um for­send­urn­ar.

Því miður erum við engu nær um for­send­ur þess­ara ákv­arðana sem fela þó í sér veru­legt íþyngj­andi inn­grip inn í einka­líf manna og trú­lega kippa end­an­lega fót­un­um und­an ýms­um rekstri sem hef­ur tek­ist að þreyja þorr­ann hingað til,“ seg­ir Sig­ríður í sam­tali við mbl.is.. Minn­is­blað sótt­varna­lækn­is, þar sem þess­ar hörðu aðgerðir eru lagðar til, er lítið rök­stutt og blaðamanna­fund­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar bætti þar engu við.

Hags­mun­ir unga fólks­ins fyr­ir borð born­ir

Hún tel­ur að svo víðtæk­ar og djúp­stæðar aðgerðir kalli á sér­staka og vandaða rök­semda­færslu, en sú sé ekki raun­in.Þegar gripið er til end­ur­tek­inna aðgerða gegn börn­um og ung­menn­um er rík ástæða til þess að rök­styðja það sér­stak­lega í ljósi ít­rekaðra um­mæla helstu sér­fræðinga, m.a. sótt­varna­lækn­is sjálfs, að það heyri til und­an­tekn­inga að börn og ung­menni veikist illa og jafn­vel að þau séu ekki helstu smit­ber­arn­ir.

Sig­ríður seg­ir mik­il­vægt að fólk leiði ekki hags­muni ungu kyn­slóðar­inn­ar hjá sér eða láti mæta af­gangi. „Það er al­var­legt hvernig vegið er að unga fólk­inu í þess­um aðgerðum. Tak­mörk­un á skóla­haldi,  íþrótt­a­starfi og ann­arri upp­byggi­legri starf­semi veld­ur þeim mörg­um beinu tjóni. Óbeina tjónið af þess­ari upp­lausn á skóla­haldi og tak­mörk­un­um á tóm­stund­um unga fólks­ins mun hins veg­ar taka mörg ár að koma fram að fullu.

Efna­hags­lífið lagt í hættu

Viðbrögðin við veirunni finn­ast Sig­ríði fálm­kennd, hvort sem þær eru ættaðar frá lækn­um eða stjórn­mál­um. „Mér sýn­ist sú stefna sem stjórn­völd virðast ætla að til­einka sér, opna og loka á víxl, ekki vera sjálf­bær og til þess fall­in að hafa alls kyns óvænt­ar nei­kvæðar af­leiðing­ar í för með sér.

Hún er enn ómyrk­ari í máli um efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar far­ald­urs­ins, sem Sig­ríður ótt­ast að geti orðið mjög lang­vinn­ar. Ekki þá aðeins vegna lok­ana og tekju­falls víða í at­vinnu­líf­inu, held­ur ekki síður vegna hratt vax­andi skulda rík­is­ins.

Með at­vinnu­lífið í spennitreyju sótt­varna stefn­ir allt í að rík­is­sjóður muni safna skuld­um sem nema ótrú­leg­um fjár­hæðum næstu árin,“ seg­ir Sig­ríður og minn­ir á hver muni borga þær. Þessi skulda­baggi bíður unga fólks­ins þegar það kem­ur út á vinnu­markaðinn af full­um krafti á næstu árum og ára­tug­um. Af­borg­an­ir af þess­um skuld­um rík­is­sjóðs munu fyrst og síðast koma úr launaum­slög­um þessa fólks. Skulda­söfn­un í dag er skatt­ur á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert