Takmarkanir í efstu stigum grunnskóla

Lilja Alfreðsdóttir, mennta og menningarmálaráðhera á blaðamannafundi í Hörpu.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta og menningarmálaráðhera á blaðamannafundi í Hörpu. Eggert Jóhannesson

Regl­ur á skóla­starfi út vet­ur­inn verða kynnt­ar um um helg­ina að sögn Lilju Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, eft­ir blaðamanna­fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar um hert­ar sótt­varn­araðgerðir.  Hún seg­ar að kynnt­ar verði tak­mark­an­ir fyr­ir nem­end­ur á efstu stig­um grunn­skóla.  Hún seg­ar að tveggja metra regl­an muni ekki gilda í leik­skól­um og á yngri stig­um grunn­skóla. Hins verði tak­mark­an­ir á efri stig­um grunn­skóla kynnt­ar. 

Reglu­gerð muni gilda út vet­ur­inn 

Ný reglu­gerð um skóla­hald verður kynnt um helg­ina og að sögn Lilju er stefnt að því að reglu­gerðin muni gilda út skóla­árið. „Tveggja metra regl­an mun ekki gilda um yngstu ald­urs­hóp­ana okk­ar og það á við um leik og grunn­skóla,“ seg­ir Lilja.

Þó er ljóst að kynnt­ar verða regl­ur fyr­ir efri stig grunn­skóla auk þess sem höml­ur verða í skóla­starfi í fram­halds­skóla líkt og verið hef­ur.   

„Allt sam­fé­lagið þarf að vinna sam­an að því að kveða niður veiruna. Við erum hins veg­ar að for­gangsraða í þágu mennt­un­ar og skóla­hald verður áfram. Það verða ákveðnar tak­mark­an­ir fyr­ir efstu stig grunn­skóla og fram­halds­skóla,“ seg­ir Lilja. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert