24 ný smit innanlands

Frá röð í skimun.
Frá röð í skimun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greind­ust 24 kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær og hafa færri smit ekki greinst í rúman mánuð en 26. september greindust síðast færri smit, þá 20 talsins. 

Sjö þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar við greiningu.

Tæplega 1.000 sýni voru tekin innanlands í gær og 468 í landamæraskimun. 

Tvö virk smit greindust við landa­mæra­skimun í gær en fimm smit sem þar greindust bíða mótefnamælingar.

Nú eru 927 í ein­angr­un en þeir voru 979 í gær. 1.867 eru í sótt­kví en þeir voru 1.862 í gær. 1.497 eru í skimun­ar­sótt­kví, þeir voru 1.294  í gær, í þeim hópi er það fólk sem þarf að fara í sótt­kví á milli skim­ana á landa­mær­un­um. 

Ný­gengi smita inn­an­lands á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vik­urn­ar er nú 202,3 en 25,6 við landa­mær­in.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert