Alls greindust 24 kórónuveirusmit innanlands í gær og hafa færri smit ekki greinst í rúman mánuð en 26. september greindust síðast færri smit, þá 20 talsins.
Sjö þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar við greiningu.
Tæplega 1.000 sýni voru tekin innanlands í gær og 468 í landamæraskimun.
Tvö virk smit greindust við landamæraskimun í gær en fimm smit sem þar greindust bíða mótefnamælingar.
Nú eru 927 í einangrun en þeir voru 979 í gær. 1.867 eru í sóttkví en þeir voru 1.862 í gær. 1.497 eru í skimunarsóttkví, þeir voru 1.294 í gær, í þeim hópi er það fólk sem þarf að fara í sóttkví á milli skimana á landamærunum.
Nýgengi smita innanlands á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikurnar er nú 202,3 en 25,6 við landamærin.