Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningar um tvær líkamsárásir í gærkvöldi og nótt. Önnur var framin í Kópavogi og hin í miðbæ borgarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Tilkynning um árásina í Kópavogi barst klukkan 19.23 í gærkvöldi. Þar voru tveir einstaklingar handteknir, annar grunaður um líkamsárásina og hinn fyrir vörslu fíkniefna. Báðir voru vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til skoðunar. Ekki vitað um meiðsli.
Tilkynning um árásina í miðbæ barst rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Einn einstaklingur var handtekinn og er hann nú í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Eins og mbl.is greindi frá í gær bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynningar um fjórar líkamsárásir aðfaranótt laugardags. Um heimilisofbeldi var að ræða í þremur tilvikanna.