„Það er ótrúlegt að heyra dæmi frá starfsfólki í verslunum sem lýsir hótunum frá viðskiptavinum þegar þeim er leiðbeint í verslunum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi almannavarna.
Fólk hafi haft í hótunum við ungt afgreiðslufólk og nánast beitt það ofbeldi vegna þess að því var bent á grímuskyldu í verslunum landsins.
„Þetta er svo mikið kjaftæði að ég trúi ekki að við séum að takast á við þetta núna,“ sagði Víðir.