Stór hluti greindist á Norðurlandi

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Töl­ur gær­dags­ins eru já­kvæðar að því leyt­inu til að þetta er svipaður fjöldi og var í fyrra­dag en það var tekið tölu­vert meira af sýn­um í gær,“ seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir við mbl.is. Alls greind­ust 27 með Covid-19 inn­an­lands í gær. Tek­in voru 1.339 ein­kenna­sýni, 225 sótt­kví­ar- og handa­hófs­sýni, 298 skiman­ir voru á veg­um ÍE og 227 sýni voru tek­in á landa­mær­um.

Til sam­an­b­urðar greind­ust 26 með Covid-19 inn­an­lands í fyrra­dag en þá voru ein­kenna­sýni mun færri eða 751.

Þórólf­ur seg­ir að hlut­fall já­kvæðra sýna hafi lækkað tölu­vert. Þegar mest lét var hlut­fallið um 5% en er núna milli 1 og 2%.

Þórólf­ur seg­ir að stór hluti þeirra sem greind­ist búi á Norður­landi og of snemmt sé að segja til um hvort tak­ist hafi að ná utan um hóp­sýk­ing­ar sem blossuðu upp þar. Alls voru 95 í ein­angr­un á Norður­landi eystra í gær en eru nú 115 sam­kvæmt nýj­um töl­um á covid.is. Þrír liggja inni á sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri.

„Svo erum við með á Land­spít­ala þenn­an fjölda áfram og við vit­um að þung­inn af al­var­leg­um veik­ind­um kem­ur svona viku eft­ir að ein­kenni byrja,“ seg­ir Þórólf­ur. 74 eru inniliggj­andi á Land­spít­ala vegna Covid-19 og fjór­ir af þeim á gjör­gæslu. Einn lést vegna veirunn­ar í gær en viðkom­andi var á tíræðis­aldri.

„Það er enn þungt á spít­al­an­um og það tek­ur lengri tíma að létta á því,“ seg­ir Þórólf­ur. Hann bæt­ir við að staðan sé að batna á Covid-göngu­deild­inni vegna þess að fólki með virkt smit fækk­ar dag frá degi.

„Við erum með ljós teikn í þessu. Þetta tek­ur bara ákveðinn tíma,“ seg­ir Þórólf­ur.

Ertu með skila­boð til fólks sem er orðið þreytt á þessu veiru­ástandi?

„Við biðjum fólk að gera sér grein fyr­ir því af hverju við för­um í þess­ar íþyngj­andi aðgerðir. Það er til þess að við get­um náð þessu niður hratt þannig að hægt verði að aflétta tak­mörk­un­um frek­ar fljótt aft­ur,“ seg­ir Þórólf­ur og held­ur áfram:

„Fólk þarf áfram að passa sín­ar ein­stak­lings­bundnu sýk­inga- og sótt­varn­ir. Jafn­vel þótt far­ald­ur­inn ná­ist niður þarf hver og einn að halda því áfram. Veir­an verður lík­lega áfram með okk­ur í sam­fé­lag­inu eitt­hvað áfram en við þurf­um bara að halda henni í skefj­um. Það ger­um við með ein­stak­lings­bundn­um sótt­vörn­um en ef það virðist ekki ganga þurf­um við að grípa til þess­ara íþyngj­andi aðgerða. Þetta hang­ir allt á því að fólk passi sig og spili með.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert