Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á hag námsmanna í 26 Evrópulöndum telja 72% íslenskra námsmanna sig ekki geta stundað nám án þess að vinna fyrir sér. Þá glíma 30% við fjárhagslega erfiðleika og 25% telja störf sín hafa áhrif á námsframvinduna. Einnig benda svör hérlendra námsmanna til þess að húsnæðiskostnaður sé mjög íþyngjandi.
Samtökin EUROSTUDENT gerðu rannsóknina og eru niðurstöður hennar birtar á vef Landssamtaka íslenskra stúdenta. Þar segir að niðurstöðurnar séu sláandi og gefa til kynna að fjárhagsvandi íslenskra stúdenta (LÍS) sé mjög slæm.
Gögnunum sem notuð eru í rannsókninni var safnað á síðasta ári og telur LÍS að staðan hafi varla getað batnað síðan. Ljóst sé að styðja þurfi við stúdenta fjárhagslega til þess að þeir geti stundað nám sitt, sérstaklega á tímum heimsfaraldurs.
LÍS ítrekar fyrri kröfur sínar um að breytingar þurfi að gera á úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna til þess að styðja betur við stúdenta.